Svaðilför í Heiðmörk fyrir mörgum árum.

Hestar ríða í fylkingu á ísnum þegar að ísinn brestur skyndilega undan þeim og enginn fær neitt við ráðið og hestar og menn steypast niður í jökulkalt vatnið. Verður uppi fótur og fit, menn vita ekki hvað á þá stendur veðrið og halda fast i tauminn, þora ekki að sleppa. Fólk á tjarnarbakkanum horfir á sem steinrunnið. En einn var það sem áttaði sig fljótt, hann lætur frá sér myndavél , fer úr úlpu og hendir sér útí ískalda vökina. Þar stendur hann í ströngu með að koma hestunum upp úr og gefa fyrirskipanir, lætur hestana spyrna sér upp úr vatninu með því að nota lærið á sér sem spyrnu. Fjölnir Þorgeirsson heitir maðurinn og vann hann þrekvirki að mínu viti þennan dag í tjörninni í fimbulkulda. Við svona aðstæður sannast úr hverju menn eru gerðir.

Ég minnist þess þegar ég sjálf lenti undir ís á hesti fyrir mörgum árum síðan. Vorum við nokkrir krakkakjánar - um það bil sextán ára í útreiðartúr í Heiðmörkinni. Þetta var í apríl í góðu veðri en þó var nokkuð kalt og þunnur ís yfir vötnum og ám. Allt í einu dettur einum af okkur í hug að sundríða yfir mjóu ánna sem þarna liggur, nú er ég ekki viss á nafninu á ánni , líklega Hólmsá eða Suðurá en það er þó ekki aðalatriðið.   Þunn ísslikja var á ánni en okkur fannst það ekkert tiltökumál. Sundríða skildum við.

Við völdum stað þar sem auðvelt var fyrir hestana að fara útí en þegar til kastanna kom þá þorði enginn að fara  fyrstur.   Þannig að "hetjan" ég ákvað að fara fyrst og hvatti hestinn sem óð útí ánna.   Eftir það gerðist allt mjög hratt, allt í einu varð áin botnslaus, hesturinn hvarf undan mér ofan í vatnið og ég var allt í einu ein á báti , fann hvernig ég sogaðist niður og stígvélin mín urðu blýþung.  Einhver hélt yfir mér verndarhendi því allt í einu var ég komin með hendina á spýtu sem stóð á bakkanum og vinkona mín náði taki á mér og dró mig upp úr.  (Skil ekki enn í dag hvernig mér tókst að ná að bakkanum og ná taki á þessari spýtu, ég sem var útí miðri ánni.) Rennandi blaut og  skjálfandi  leit ég  út í ánna og sá í hófana á hestinum mínum og svo hvarf hann í iðuna en allt í einu var hann kominn með hausinn upp úr og tókst að koma sér upp  sömu leið og hann fór útí.

Þetta var lífsreynsla sem ég hefði gjarnan vilja vera án. Hvorki mér né hestinum varð meint af volkinu en þetta hefði svo sannarlega getað farið ver, mun ver.

En mikið er ég fegin að hestum og mönnum varð ekki meint af á Reykjavíkurtjörn í gær.

Íshestur 


mbl.is „Einn í einu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta var óskemmtileg lífsreynsla en eins og þú segir einhver hélt verndarhendi yfir þér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.2.2009 kl. 20:31

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Þið ofurhugarnir hafið trúlega valið staðinn þar sem áin var mjóst og þar af leiðandi dýps.

Þetta hefur verið agaleg lífreynsla og þú bara sex ára.Æðrimátar eru sem betur fer oft fljótir á staðinn.

Tek undir að þetta var mikið og yfirvegað þrekvirki hjá Fjölni.

Solla Guðjóns, 5.2.2009 kl. 00:27

3 Smámynd: Ester Júlía

Já einhver hélt verndarhendi yfir mér Jórunn :).   Solla - já við völdum stað þar sem áin var mjó svo við værum öruggari...híhí.  Var reyndar sextán en ekki sex ..en eflaust er þetta prentvilla hjá þér.

Knús! 

Ester Júlía, 5.2.2009 kl. 00:40

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Nei ég í fljótfærni  las SEX......alltaf smá að flýta mér

Solla Guðjóns, 5.2.2009 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband