Hvað var ég þá með?

16sickHm....Ég taldi víst að ég hefði fengið inflúensuna. Fyrir tveimur vikum síðan veiktist ég hastarlega, fékk í hálsinn, rauk upp í hita og beinverkjum og varð að fara heim úr vinnu. Fékk heiftarlega barkabólgu og var með hita í 6 daga, oft háan.  Mætti í vinnu viku seinna alls ekki orðin góð. Og þetta var ekki búið því upp úr þessu fékk ég bronkítis sem ég stend enn í tveimur vikum seinna. 

Ef ekki inflúensan hvað þá.....Kreppusótt?


mbl.is Inflúensan ekki byrjuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Nei og ef þú ert með hita svona lengi átt þú að fara til læknis.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.10.2008 kl. 18:55

2 Smámynd: Ester Júlía

Ég endaði auðvitað hjá lækni :) Og þá var ég komin með bronkítis , sterar og læti..

KNÚS

Ester Júlía, 22.10.2008 kl. 19:03

3 Smámynd: Guðjón Þór Þórarinsson

Vona að þú náir þér af kreppusóttini, latneska orðið yfir þessa sótt er la kreppus blankus, en ein spurning, er að byrja í líkamsrækt efti langt hlé, er gott að drekka mass factor eftir ævingar eða er þetta peningasóun?

Guðjón Þór Þórarinsson, 22.10.2008 kl. 20:40

4 Smámynd: Ester Júlía

Hæ Guðjón og takk fyrir latneska heitið á sjúkdómnum ..hahaha.

Sko Mass Factor er þyngdaraukningaformúla.

Hvað ertu að fara að gera? Þarftu að þyngja þig og auka verulega við vöðvamassann?

Þetta er frábær leið til þess enda stútfullt af próteinum og kolvetnum (mjög hitaeiningaríkt) .

Ef þú ætlar hins vegar að æfa bara eins og hinn "venjulegi" maður þá myndi ég ekki spá í þessu heldur taka bara hreint prótein eftir æfingar.

Gangi þér vel :)

Ester Júlía, 22.10.2008 kl. 23:51

5 Smámynd: Guðjón Þór Þórarinsson

Takk fyrir tibbsið, þá er ég að fara rétta leið í þessu, þarf að auka vöðvamassa, ekki gramm af fitu á mér ENNÞÁ sjö nýu þrettán, tók vel á því í gær er ekki frá því að ég sé með harðsperrur í puttunum þegar þessi orð eru pikkuð, hafðu góðan dag.

Guðjón Þór Þórarinsson, 23.10.2008 kl. 07:03

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Vita þeir nokkuð hvort um flensu sé að ræða fyrr en fólk fellur umvörpum í henni.

Flensa eða ekki flesna eða kreppu blankus það er allavega einhver óþverri að ganga.

Knús

Solla Guðjóns, 23.10.2008 kl. 11:47

7 identicon

Knús og hlýjustu kveðjur á þig!!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 20:53

8 Smámynd: Eymundur Arilíus Gunnarsson

Stattu þig stelpa!

Eymundur Arilíus Gunnarsson, 1.11.2008 kl. 05:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband