Ææ ..aumingja Helgi .."bæla niður hláturinn"

Ég var búin að skrifa langa færslu áðan og ætlaði að vista og birta þegar að kemur að höfundur sé ekki innskráður..sem ég var VÍST!  Ég reyndi að "klippa" það sem ég var búin að skrifa og ætlaði svo að "skeyta" ( voðalega eru þetta óþjál orð) á wordskjal svo ég myndi ekki tapa því sem ég var  búin að skrifa en þá var það ekki hægt.  Það kemur alltaf "afrita/skeyta/líma er ekki leyft í vafraranum, viltu fá nánari upplýsingar um hvernig á að stilla það ? "  Ég smellti á já og þá kemur eitthvað upp sem ég nenni ómögulega að setja mig inní.  Ég reyndi að fara upp í browserinn " edit" og copy, en þá var það ekki hægt heldur.  Svo ég ákvað að taka sénsinn og "aftengja" mig og "tengja mig aftur.  Jú það tókst en hvað haldið þið! .... Jú auðvitað hvarf færslan mín út í veður og vind!  Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það tap á tölvugögnum...arg!  Finnst svo tilgangslaust að byrja upp á nýtt.  Svo mikil tímaeyðsla. 

 Í fyrri færslunni sagði ég frá remedíu sem ég keypti í dag við flughræðslu, remedíur eru ekki "efni" heldur "hvatar" sem hjálpa líkamanum í raun að hjálpa sér sjálfum.  Ég prófaði að taka eina - bara fyrir forvitnisakir , fann svo sem ekki neitt, enda engin flugvél nálægt en ég uppskar höfuðverk..veit ekki hvort það var remedían eða þreyta, langar ekkert til að taka aðra remedíu til að sannreyna það! Tek þetta á hörkunni á föstudaginn!

 Já aumingja Helgi minn!   Í kvöld var hann staddur fyrir utan bílaleigubíl sinn á Reyðarfirði..læstur úti!  Lyklarnir í úlpunni og úlpan í bílnum!  Bíllinn læsti sér nefnilega sjálfur..soldið fáránlegt stilling..finnst mér.      Helgi hringdi í bílaleiguna, en hún lokaði klukkan 18. Helgi hringdi í Lögguna en þeir voru komnir á bakvakt og sinntu ekki svona útköllum en vísuðu honum á fyrirtæki sem sérhæfir sig í allskonar vanda.   Jú það fyrirtæki ætlaði að redda þessu og innan stundar birtist "fyrirtækið" sem reyndist vera góðlegur eldri maður sem reddaði þessu nánast á svipstundu.  Helgi ætlaði að borga en maðurinn sagði honum bara að renna við hjá sér eitthverntímann á morgun.  Stressið greinilega ekki að fara með þennan :D.  Jæja en sögunni er ekki lokið...Helgi seildist í úlpuvasann og lyklarnir voru ekki þar.......þeir reyndust svo  vera í smíðavestinu hans í vinnuskúrnum..muhahahahaha...æ ég má ekki hlægja að þessu Skömmustulegurskamm!   Eigið gott kvöld er farin að fá mér meira detox te. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gat ekki bælt niður hláturinn. Bestu kveðjur Jórunn

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.4.2006 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband