Frekja og yfirgangur hjá símafyrirtæki!

Í gær var hringt í mig frá ónafngreindu símafélagi:

Maðurinn sem hringdi hljómaði reiður og æstur:

Maðurinn: "Góðan daginn, ég er að hringja frá """"""", það liggur hér á borðinu hjá mér beiðni um að kúpla þig úr gsm þjónustunni hjá okkur, má ég spyrja um ástæðuna fyrir því afhverju þú ert að skipta um símafyriræki? "

Ég (hugsaði mig aðeins um hvort ég ætti að nokkuð að vera að svara, en var forvitin): Hitt fyrirtækið bauð mér mun betri kjör en þið gerið

Maðurinn (enn reiðari): Sögðu þeir þér líka frá því að þú getur farið í mínus á reikningnum hjá þeim og það er rukkað fyrir það eftirá?

Ég ( úps ..hér læddist að mér að ég hafi verið að gera eitthverja vitleysu): nei..en ég verð reyndar með síáfyllingarþjónustu ( man ekki nákvæmlega hvað þessi þjónusta heitir en um leið og frelsist klárast er fyllt á í gegnum kreditkort)

Maðurinn ( mjög frekjulega): Já einmitt. Get ég búist við að fleiri úr þinni fjölskyldu séu að fara yfir í þetta símafyrirtæki ? ..ég get þá sparað mér vinnu og strokað þá út á listanum hjá mér á stundinni.

Ég ( þarna reiddist ég  og var mjög hissa á frekjunni í manninum): Það hef ég ekki hugmynd um.

Maðurinn: jæja , ég kúpla þig þá úr þjónustu hjá okkur.

Ég: Já endilega

Maðurinn: vertu sæl
Ég: vertu sæll.

Eftir þetta símtal er ég alvarlega að hugsa um að færa heimasímann líka yfir í annað símafyrirtæki.

Þvílk frekja og yfirgangur, svona vinnubrög fara alveg öfugt ofan í mig!

untitled


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Garðarsdóttir

það á bara að nafngreina svona fyritæki. Þau eru í rjálsri samkeppni (það sem þau völdu sjálf) og svona sandkassa samkeppni á ekki að líðast.

Jóhanna Garðarsdóttir, 16.4.2008 kl. 09:32

2 identicon

Þvílík frekja.

Er sammála henni Jóhönnu fyrir ofan. Bara að nafngreina svona fyrirtæki. 

Bryndís R (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 09:48

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Bryndísi og Jóhönnu, það á að birta nafn fyrirtækis sem hefur svona mann í sinni þjónustu.  Þvílíkt og annað eins. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2008 kl. 11:36

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Frekjulega gerist það varla.Sammála með nafnbirtingu.

Solla Guðjóns, 16.4.2008 kl. 13:35

5 identicon

Þú átt alls ekki að vera feimin að segja hvaða fyrirtæki þetta er, dúlla. Algjör frekja og dónaskapur sem á skilið að komist til yfirmanna og ráðandi aðila - hefur vonandi jákvæð áhrif síðar meir.

Áfram Ester, enda best er!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 15:59

6 Smámynd: Pétur Kristinsson

Já, sammála þeim sem skrifa hér að ofan. Það á að nafngreina svona fyrirtæki. Þeim er enginn greiði gerður með nafnleynd.

Pétur Kristinsson, 16.4.2008 kl. 18:35

7 identicon

Hvaða frekja er þetta ! Hefði nú bara sagt mig úr heimasímanum hjá þeim líka....þoli ekki svona rudda skap

Melanie Rose (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 21:37

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

áfram Ester...komdu með nafnið

Einar Bragi Bragason., 16.4.2008 kl. 23:44

9 Smámynd: Ester Júlía

...*dæs*..Síminn ;))

Og þar hafið þið það! :D

Ester Júlía, 17.4.2008 kl. 22:27

10 Smámynd: Róbert Guðmundur Schmidt

Fádæma frekja og hroki,

Hvet þig til að tilkynna þetta til yfirmanna Símans. Það er nauðsynlegt að svona frásagnir komist til réttra aðila til að úrbætur verði gerðar. Að öðrum sökum verður lítið gert í málinu og sá sami heldur áfram að valta yfir viðskiptavini Símans sem er náttúrulega alls ekki gott til afspurnar fyrir þetta ágæta fyrirtæki. En svona er nú lífið. Allt fullt af óvæntum uppákomum. Þú átt alla samúð mína en þú tókst samt nokkuð yfirvegað á málinu.

Kveðja

Róbert

Róbert Guðmundur Schmidt, 17.4.2008 kl. 22:40

11 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er kannski að tala með augum útlendings, en þjónusta á íslandi er fyrir neðan allt.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.4.2008 kl. 21:58

12 Smámynd: Lovísa

Ég hætti einmitt fyrir ekki svo löngu hjá Símanum. Er mjög sátt við þjónustuna hjá Nova, og MIKLU LÆGRI símreikning!

Lovísa , 21.4.2008 kl. 13:07

13 Smámynd: Renata

Dísús!!  

Renata, 21.4.2008 kl. 13:44

14 identicon

Hahahha.a..... erfiður dagur hjá mann greyjinu.

Ég hætti hjá símanum fyrir töluverðu vegna þess að mér fannst endalaust rugl með þjónustu frá þeim.

Ester endilega líttu á síðuna hjá mér.. er með smá í gangi þar sem ég held þú hafir áhuga á:) 

Diana (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband