Nokkrar jólamyndir

Lúkas í snjónum á jóladag Annar í jólum og ég er búin að fá leið á konfektinu. Ég gjörsamlega "datt" í konfektið þessi jólin og hef ekkert étið nema konfekt og reykt kjöt! Og svo hef ég varla hreyft á mér rassinn. 

FootinMouth Fór aðeins út með hundinn í gær en þá kom akkúrat skafrenningu svo sást ekki út úr augum svo við Lúkas fórum nú ekki langt. Annars eru þetta búin að vera jól eins og jól eiga að vera. Yndisleg alveg. 

Við fjölskyldan höfum haft það með eindæmum gott.  Læt fylgja með nokkrar myndi og gleðilega jólarest kæru vinir Smile

 

Jólatréð 2007 á Básbryggjunni

 

Ég að fara á jólahlaðborð













Lúka Aron og Olli

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegar myndir elsku Ester. Gott að heyra af góðum jólum hjá ykkur - og yndislegt að heyra að átið hafi verið mikið og hreyfingin lítil! Svoleiðis eiga jól að vera

Maður er sjálfur búinn að hafa það mjög gott. Veðrið hefur verið jólalegt og hér er hvítt yfir öllu.

Jólakveðjur, jólakossar og jólaknús til þín og þinna! Gleðilega hátíð!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 12:09

2 Smámynd: Ester Júlía

Takk elsku Doddi minn! Frábært að þú hafir haft það gott yfir jólin, átti nú svo sem ekki von á öðru frá nautnaseggnum þér ;). Jólakveðjur , jólaknús og kossar til þín og þinna sömuleiðis og gleðilega hátíð. "hjarta" ( get ekki sett inn alvöru hjarta á nýja makkanum, er að læra ; )

Ester Júlía, 26.12.2007 kl. 13:19

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Flottar og frábærar myndir og veistu ég má ekki sjá konfet þessa stundina og get varla hugsað mér að elda.

Gott að þið áttuð yndisleg jól

Jólin eru búin að vera yndisleg í alla staði.

Solla Guðjóns, 26.12.2007 kl. 16:59

4 Smámynd: Ester Júlía

Híhí Ollasak... ooo ég vildi að ég væri eins og þú, ég fæ ógeð á konfekti og mat í svona klukkutíma eftir átið en svo byrjar allt aftur ;). Gott að heyra að þú áttir yndisleg jól. Knús dúllan mín.

Ester Júlía, 27.12.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband