Brjálað veður, bíllinn fýkur !

Mér líst ekki á þetta veður í dag.  Yngsti strákurinn minn þarf að komast í leikskólann og þar á einmitt að vera jólaball í dag.  Það verður líklega ekki dansað í kringum jólatréð útivið eins og venjan hefur verið.

Hér í Grafarvogi þar sem við fjölskyldan búum er veðurhamurinn gífurlegur.   Og litli Smart-bíllinn sem ég er á þolir illa svona rok þar sem hann er mjög léttur og því mjög erfitt að halda honum stöðugum á veginum í minnsta roki.  Mér líst hreinlega ekki á þetta, stutt í leikskólann en ég þarf að keyra til Hafnarfjarðar í vinnu .  Mér líst engan veginn á þetta.  Þetta verður líklega spennandi dagur.

ist2_743784_santa_claus_cartoon


mbl.is Óveðurstilkynningar farnar að berast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Farðu bara varlega og ef einhver vafi leikur á ... slepptu því þá... hlýjar hugsanir suður til þín!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 10:09

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ litla skottið vonandi missir hann ekki af dansiballinu.  Og vonandi stenst bíllinn þinn veðurhaminn.  Það vill til að þessir Smartbílar hafa ekki mikið umfang, svo áreitið er ef til vill ekki mikið.  Láttu hann samt standa með nefið upp í vindinn Ester mín.  Minna álag á hann þannig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2007 kl. 10:36

3 Smámynd: Ester Júlía

Glætan að ég sleppi úr vinnu Doddi minn ...allt fyrir vinnuna sko .  Takk innilega fyrir hlýjar hugsanir, þær yljuðu mér svo sannarlega....knús og kossar!!

Ásthildur mín kæra ...já Smartbílarnir hafa sko ekki mikið umfang..það er sko alveg rétt hjá þér. Ég legg honum alltaf á milli bíla í vondu veðri svo hann fjúki alveg örugglega ekki í burtu...verst að ég fæ engu um það ráðið ef eigendur þeirra bíla ákveða að fara í bíltúr   Drengurinn minn komst á jólaballið sem betur fer, deildin hans var reyndar búin að dansa í kringum jólatréð en hann fór bara með deildinni við hliðina  KNÚS vestur til þín! 

Ester Júlía, 14.12.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband