*Nammidagurinn mikli*

Nú hef ég sjaldan tíma til að blogga.  Nóg að gera við að vinna og ÆFA..úff.  Hugsa um mataræðið endalaust , hvenær er kominn tími til að borða - nú borðar maður til að lifa en lifir ekki til að borða. Grin

Ég átti nammidag á laugardag og eins skrýtið og það hljómar eftir strangt óspennandi mataræði í viku þá átti ég í mesta basli við að fá mér eitthvað sem mér langaði í .  Kannski af því að mig langaði ekkert sérstaklega í það.  Langaði ekkert í nammi eða góðan mat, fékk mér bara hafragrautinn og próteinið um morguninn, fór á æfingu, fór svo og náði í hundinn og fór með hann í hundagönguna niður laugaveginn sem var mjög skemmtilegt.  Ótrúlegt hvað gangan gekk vel, maður heyrði varla gelt og allir hundarnir svo rólegir eins og þeir gerðu ekkert annað en að ganga í hundagöngu á hverjum degi niður laugaveginn. 

Á leiðinni til baka, upp laugaveginn, þá var ég reyndar orðin ansi svöng og þegar að DEVITOS við hlemm blasti við mér þá hafði ég ekki hemil á mér lengur.  Fór og fékk mér eina (stóra) sneið með pepperoni og Coke light.   Pizzan fær 10 í einkun ( og kókið líka ) Wink..hrikalega var þetta gott! 

En ég fékk smá í magann, varð bumbult í smá tíma á eftir því ég er auðvitað búin að vera á svo hreinu fæði í heila viku. 

En þetta startaði hjá mér nammideginum, ætla ekki að segja frá því einu sinni sem ég lét ofan í mig það sem eftir lifði dags.  Grin

Annars gengur mér bara vel, bæði með mataræðið og æfingarnar.  Er svo að fara til Svíþjóðar á miðvikudaginn, var hálf kvíðin fyrir ferðinni því ég þarf að halda æfinga og matarplani  en ég er miklu rólegri núna og ég held að það sé vegna þess að viljastyrkurinn er  orðinn meiri.   Kem aftur heim á sunnudaginn og þá fer nú að styttast í keppnina. En ég ætla að hafa þetta Wink, engin spurning!

En ég hlakka hrikalega til að hitta mömmu og pabba ...fara í mollið, skreppa til Köben , fara í nýja æfingastöð, út að skokka ....og upplifa nammidaginn næsta í Svíþjóð..nammi namm! 

kNÚS TIL YKKAR ALLRA!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Ekki spurning að þú hefur þetta..Það er svo stórkostlegt þegar maður hefur skipt um matarræði hvað djönkið heillar lítið.

Haðu það sem allra best í ferðinni.

og alls ekki segja okkur hvað þú lætur inn fyrir á nammidaginn

Solla Guðjóns, 5.11.2007 kl. 09:30

2 identicon

Þú stendur þig vel Ester ;) Það verður ekkert smá gaman að koma og fylgjast með og hjálpa þér ;)

Guðrún H. (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 11:26

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Vá hvað ég öfunda þig af nammideginum.  Ekki búin að fá nammidag í 3 vikur , en bara 2 helgar eftir og ég skal, get og ætla að klára þetta dæmi.  En það er skrýtið hvað hreint mataræði breytir hugsunarhættinum,  maður hugsar um óhollan mat oft á dag og heldur að mann langi í hitt og þetta en langar svo bara ekki í óhollustuna þegar á hólminn er komið, en getur svo ekki hætt þegar bragðlaukarnir hafa verið kitlaðir .  Svona er maður ruglaður!!

Ragnhildur Þórðardóttir, 5.11.2007 kl. 13:13

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Njóttu þín vel í Svíþjóð. Góða skemmtun. Þú átt nú nammidag inni.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.11.2007 kl. 16:02

5 identicon

Þú ert flottust - og rosalega dugleg!! Sloganið er sem fyrr: Ester best er!

Ég er stuðningsmaður þinn í þessu 100% - gangi þér vel, og hafðu það gott úti í Svíþjóð! Heja Sverige!

Knús og kveðjur til þín, duglega dúlla!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 16:43

6 Smámynd: Ester Júlía

Þið eruð BARA æðisleg!
Já Ollasak, djönkið heillar bara ekki neitt þegar maður er búin að vera á hreinu fæði.
Ooo Ragga ekki gaman að fá engan nammidag í svona langan tíma.  En þetta er ótrúlegt með fæðið, maður bara þarf ekkert á nammidegi að halda þegar maður er á góðu fæði, fær bara illt í magann ..en er fljótur að komast á bragðið eins og þú segir.  Takk Jórunn ... já ég á nammidag inni....slurp!   
"Ester best er" ...hey...hljómar ekkert smá vel Doddi!  Þennan ætla ég að muna ef ég skildi eitthverntímann þurfa að nota þennan frasa . Gott að vita af stuðningi þínum , ég ætla að standa mig - ekki síst fyrir þig .  Knús og kossar til þín á móti ..og til ykkar allra.

Ester Júlía, 5.11.2007 kl. 18:16

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Välkommen till Sverige
Það er mikið betra sælgæti á Íslandi...
Því miður

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.11.2007 kl. 20:08

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

gooooooooooooooood luck aftur og aftur og aftur...held með þér

Einar Bragi Bragason., 6.11.2007 kl. 13:17

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Reef N Beef........jerbanegade...........krókódílakjöt

Einar Bragi Bragason., 6.11.2007 kl. 13:18

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott ertu, og góða ferð til Svíþjóðar.  Gangi þér vel að halda matarræðinu mín kæra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2007 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband