Sveppaþema á veitingastað í Róm og myndir komnar.

Fyrsta daginn okkar í Róm þá var ég í sambandi við Kalla bróðir minn og Önnu mágkonu sem voru af einskærri tilviljun stödd í Róm í nokkra daga.  Við ákváðum að hittast og fara og fá okkur að borða  saman um kvöldið. 

Íbúð Kalla og Önnu með stóru svölunum :Íbúðin sem þau voru með á leigu var yndisleg, pínulítil að vísu en ofboðslega ítölsk að öllu leyti.  Eldgömul húsgögn, litlar styttur ( hálgerð líkneski) gamlar myndir og krossar á veggjum.  Hjónarúmið var útskorið og eins svefnherbergið eins og lítil kapella..svo var íbúðin á sjöttu hæð með risastórum svölum sem lágu í U í kringum íbúðina og voru mikið stærri en íbúðin sjálf.  Útsýnið af svölunum var stórfenglegt!  Anna og kalli

 Húsið sem Kalli og Anna leigðu íbúðÚtsýni yfir torgið

 

 

 

 

 

 

Veitingastaðurinn. 
Við drifum okkur svo á labbið að leita að veitingastað sem Anna og Kalli höfðu fengið vitneskju um í e-h bók sem þau höfðu meðferðis.  Þræddum litlar götur og komum loks að veitingastaðnum sem var troðfullur af ítölum ( ekki túristum).  Í ljós kom að einu sinni í mánuði var þemakvöld hjá veitingastaðnum og akkúrat þetta kvöld var eitt slíkt í gangi.  Þemað voru sveppir Wink.  Ákváðum að fá borð og pöntuðum þema dagsins sem samanstóð af fjórréttuðum matseðli á 25 evrur á mann, sem þykir nú ekki dýrt í Róm.   Anna talar góða ítölsku og gat því tjáð sig á máli heimamanna og fyrir vikið fengum við persónulegri og betri þjónustu.  

Mér láðist að taka myndir af þessum stórkostlegu réttum sem við fengum, en á þó mynd af eftirréttardisknum tómum ;). Við vorum svo gráðug að við náðum bara þessari mynd af engu:).

Já maturinn var stórkostlegur.  Sveppir, sveppir og allskyns fylltir sveppir, matreiddir á hina ýmsu vegu, og jafnvel ein tegundin smakkaðist eins og besta kjöt!

Við áttum öll mjög erfitt með að koma niður þriðja réttinum þar sem að maginn var orðinn troðfullur.  En þó rann ísinn og heita súkkulaðisósan ljúft niður í restina.  

Þetta var góð byrjun á annars skemmtilegri ferð til Rómar, yndislegur sérstakur matur á stað sem var staður heimamanna ekki Á ítalska veitingastaðnum túrista. Þetta var mikil upplifun og vorum við öll sammála um það.  Sjáið málverkið á veggnum , það er gert úr púsli - ekkert smá flott! Málverk gert úr Púsli!

 

 

 

 

 

 

Fyrsta kvöldið

 

 

Á leið í bæinn fyrsta daginn  

 

 

 

 

 

 

Pantheon

 

 

 

Pantheon 

 

 

 

 

 

Colosseum

 

 

 

Colosseum 

 

 

 

 

 

Helgi

 

 

 

Helgi í hliðargötu við Pantheon

 

 

 

 

 

Ég að hvíla lúin bein

 

 

 

 

Ég við bakhlið Pantheon

 

 

 

 

Hótelið okkar

 

 

 

 

Helgi fyrir framan hótelið okkar

 

 

 

 

Ég við vatnsbrunn

 

 

 

 

Ég við vatnsbrunn í hótelgarðinum

 

 

 

 

Helgi við fallegu ánna

 

 

 

 

Helgi við fallegu ánna Tiber.

 

 

 

 

Í draumi líkast

 

 

 

 

Stórfenglegt! Tekið á leiðinni í Colosseum. 

 

 

 

 

Ég með bleiku regnhliífina

 

 

 

 

Með bleiku regnhlífina (regnhlíf nm. 1)á Pantheontorgi

 

 

 

Skál í vatni

 

 

 

 

Má ég kynna: Ítalskt vatn

 

 

 

 

Hér eru rústir OG kettir! Rústirnar fyrir framan húsið sem Anna og Kalli bróðir voru með íbúð á leigu. Hér voru kettir með athvarf og var gaman  að sjá alla kettina innan um rústirnar.  Það er greinilega hugsað um þá því þeir voru gæfir og vel haldnir.  Ilmurinn úr "garðinum" var þó ekki mjög góður. 

Hér var hægt að fara í "tour" kl. 16:30 frá mánudegi til föstudags.  

Létum okkur nægja að horfa á rústirnar og fylgdumst með köttunum í smá tíma.  

 

 

Og svo eru miklu fleiri myndir í albúminu , endilega kíkið á þær :  http://estro.blog.is/album/Romeioktober2007

Kalli bróðir :  TIL HAMINGJU MEÐ 35 ÁRA AFMÆLIÐ SEM ER Í DAGWizard

Eigið frábæran dag gott fólk Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega æðislegar myndir, dúlla. Takk fyrir þær. Og til hamingju með Kalla bróður!

Kossar og knús frá Akureyri!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 23:18

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir æðislega skemmtilega ferð um Róm.  Gaman að þessum myndum.  Og þær eru svo flottar.  Til lukku með bróður þinn ljúfust.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2007 kl. 12:43

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Vá hvað þið eruð glæsileg hjón og fallegar byggingar þarna sem þið skreytið svo vel hjónin

Til lukku með bróðir.

Langar svo í sveppi.......

Solla Guðjóns, 22.10.2007 kl. 15:53

4 identicon

Ohh þetta hlítur að hafa verið æði ! Takk fyrir að leyfa okkur að skoða flottu myndirnar !

Knús til þín sæta

Melanie Rose (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband