Er Dilana "á eitthverju" ?

Vá var að horfa á nýjasta raunveruleikaþáttinn og verð að segja að Dilana missir gjörsamlega stjórn á sjálfri sér þar.  Ég fæ alltaf á tilfinninguna þegar ég horfi á Dilönu að hún sé " á eitthverju" kannski vitleysa en þetta er alla vega mín tilfinning. Það gæti líka skýrt stjórnleysi hennar gagnvart sjálfri sér og öðrum.  Það fá allir keppendur rosalega góða dóma eftir nýjasta flutning sinn.  Ég er orðin ansi uggandi um Magna, hef sterklega á tilfinningunni að hann fari heim næst.  Eftir standa frábærir söngvarar/flytjendur og þó að Magni sé alls ekki sístur þá er það bara því miður svo að hann hefur tvisvar verið í botn þremur og ef hann lendir þar í þriðja sinn, þá er úti um hann held ég.  Dilana og Lucas hafa ótrúlega marga aðdáendur, ætli Hreimur reynist  sannspár ?  Í byrjun Rock Star Supernova, sagði hann í blaðaviðtali að það væri pottþétt að Lucas myndi vinna þetta :).

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Við verðum bara að vona það besta, sjá hvað við getum er við stöndum saman. Dilana er alveg búin að ganga fram af mér en ég kenni í brjóst um hana, hún bara höndlar þetta ekki og hefði gott af því að vera á B3

Sigrún Sæmundsdóttir, 28.8.2006 kl. 09:04

2 Smámynd: Ester Júlía

Verð að segja það sama Sigrún, ég vorkenni Dilönu , hún er ekki alveg að höndla þetta. Og mikið er ég sammála þér með b3, hún hefur bara gott af því að lenda þar.

Ester Júlía, 28.8.2006 kl. 09:57

3 Smámynd: Birna M

Dilana virðist vera með alvarlegan skapgerðargalla og fari svo að hún vinni getur það gert henni meiri óleik en hitt. En eins og um slíkt fólk er títt virðist henni takast að láta líta útfyrir það útávið að hún sé voða sorrý og þetta komi ekki fyrir aftur. En það gerir það og þeir í Supernova hljóta að sjá það. Hún er lasin og það er hættulegt fyrir hana að komast lengra. Held ég.

Birna M, 28.8.2006 kl. 12:22

4 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Nú skiptir einmitt svo miklu máli að kjósa og kjósa.........

Ég var að lesa emailið sem þu settir hér inn í færslunni á undan og tók þennan bita úr því "Nú er ekki hægt að búast við að fólk almennt vaki alla nóttina til að kjósa, en þeir sem á annaðborð vakna um 7 leitið til að fara í vinnu eða skóla,

gætu, án þess að leggja mikið á sig, vaknað hálftíma jafnvel klukkutíma fyrr

sest við tölvuna sína"

Þetta þarf að leiðrétta. Spurning hvort að þú og allir þeir sem hafa fengið póstinn leiðrétti þetta með því að senda út annað bréf með réttum upplýsingum. Það er til lítilað bakna klukkan 6:30 þegar kosningu lýkur klukkan 06:00

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 28.8.2006 kl. 13:27

5 Smámynd: Ester Júlía

Já við reddum þessu Pálína. Klúður þetta með röngu upplýsingarnar..:(.

Ester Júlía, 28.8.2006 kl. 15:27

6 identicon

Halda áfram að kjósa ....... Hægt er að kjósa ennþá ef við stillum tölvuna okkar á time zone á Hawai og förum svo inn á Rockstar þá er hægt að kjósa eins og vitlaus enþá.
Þetta var að koma fram á bylgjunni núna rétt í þessu.

Hanna (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband