Sverige.. Nu kommer jag... :))

Þetta verður eflaust síðasta bloggfærslan mín í bili.  Ég er nefnilega að fara til Svíþjóðar á morgun..jibbí!  Ég ólst að miklu leyti upp í Svíþjóð þar sem pabbi minn var í námi þar.  Mamma vann fyrir heimilinu á Sjúkrahúsinu.  Ég var í leikskóla og byrjaði í grunnskóla þar.  Þar fæddist líka bróðir minn, hann Kalli.  

Lundur er yndislegur bær.  Ég og foreldrar mínir hafa sterkar taugar  til hans.  Við höfum aldrei slitið strenginn alveg við Lund , alltaf verið viðloðandi við bæinn.  

Og nú hafa pabbi og mamma stigið stóra skrefið, keypt hús í Lundi. Og meira að segja í sama hverfi og við bjuggum í þegar ég var lítil.   Þau eru búin að vera úti í um það bil mánuði að sjæna húsið til, láta setja flísar, parkett og mála.  

Og þangað er ég , Helgi og Olli að fara á morgun.  Ég hlakka gífurlega mikið til að koma "heim" LoL.

Ég ætla að fara í Kallbybadet ( a með tveimur punktum), skoða nýju flottu verslunarmiðstöðina, keyra upp í Djurslöv þar sem ég vann sem aupair ( fólkið hlýtur að vera flutt), jafnvel að fara í Astrid Lindgren garðinn ef við náum því, fara á ströndina í Lomma og ekki væri leiðinlegt að eyða eins og einum degi í Köben, en það er þó ekki víst að ég tími því. 

Elsku bloggvinir, vinir og vandamenn , hafið það æðislega gott á meðan.

Knús og kossar Heart 

Ps. smellið  á línkinn hér að neðan og hlustið á nýjasta lag Millana sem "lak á netið":

Við elskum þig nú samt

 

vildanden4

 

Þetta er skólinn sem ég var í þegar ég var lítil 

 

 

 

 

 

 

Vildanden

 

Á Vildanden.  Svona leit húsið út sem við bjuggum í þegar pabbi var í námi.  

 

 

 

 

 

 

lund.ped.st

 

 

Gata í Lund

 

 

 

 

 

 

 

 

 

lund_gata

 

 

Gata í Lund

 

 

 

 

 

 

70475-Domkyrkan_the_cathedral-Lund

 

 

Fallega eldgamla Dómkirkjan í Lundi.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Gaman að þessu og góða ferð og skemmtu þér vel

MMM Millarnir alltaf góðir.

Solla Guðjóns, 27.7.2007 kl. 13:52

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

góða ferð og hafðu það gott

Huld S. Ringsted, 27.7.2007 kl. 16:02

3 identicon

Ég hef komið í Lund en það eru um 20 ár síðan og ég man ekki eftir því hvernig bærinn leit út.

Vona bara að þú hafir það yndislegt með þínum, og njótir heimsóknarinnar á þessar slóðir til hins ýtrasta.

Skemmtu þér vel - knús og kossar, flottar myndir - við hér elskum þig nú samt!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 16:28

4 Smámynd: Lovísa

Hafið það alveg æðislegt í fríinu

Lovísa , 28.7.2007 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband