Sef ..og það er Pálínu að þakka.

Nei nú er ég aldeilis að svíkja sjálfa mig! Hef ekki bloggað í lengri tíma.  Nú skrifa ég bara athugasemdir á bloggið hennar Pálínu..hahaha ;).  Hún er nefnilega frábær penni og RockStar Supernova fan nm. eitt! Svo þar fær maður allar fréttir beint í æð!  Frábært fyrir fólk eins og mig sem getur ekki vakað yfir þáttunum ..ég þarf að nefnilega að vakna klukkan fimm á morgnanna!

 Talandi um RockStar Supernova, þá er ég auðvitað yfir mig heilluð af ísmanninum okkar eins og fleiri íslendingar. Ótrúleg rödd sem þessi drengur hefur.  Og þetta er góður drengur, það sést langar leiðir. Ekki skemmir það fyrir. Ég vona samt að hann vinni þetta ekki, sé hann ekki fyrir mér með þessum "kálfum" í bandi, en ég er að vona að hann verði í öðru sæti því þá fær hann að "túra" með húsbandinu!  Og þeir eru sko frábærir tónlistamenn! Og svo eru þeir viðkunnarlegir líka, virka heilsteyptir.  Ég held líka að Magni nái vel til þeirra og þeir til hans.  

Í raunveruleikaþáttunum er lítið sýnt af Magna.  Eflaust er það vegna þess að hann er eins og hann er, ekkert vesen, allt gengur vel og fljótt  fyrir sig og hann kann sig vel.  Ábyggilega mjög þægilegur að vinna með.  Það skemmir ekki fyrir honum.  

Nóg í bili kæra fólk:) , kveðja Ester.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gaman að sjá þig aftur á blogginu. Saknaði þín. Jórunn

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.8.2006 kl. 19:42

2 identicon

heyrðu ég var bara farin að sakna blogganna þinna skoh!! verður að spýtta í lófana og fara að drita þessu niður ;)

annars með rockstar - ég horfi sko alltaf á þetta - ógeðslega stolt af Magnanum - enda líka náfrændi minn hehe (þekki hann nú ekkert af viti samt)!!

en vona að þú hafir það gott - ætlaði bara svona að skilja eftir kveðju og svo er ég bara OFF to travel hérna í ameríkunni áður en ég kem heim;) 2 vikur af ferðalagi og aðeins 3 vikur í að ég lendi á klakanum :D sjett spennt.is!!

hafðu það gott ester mín og farðu vel með þig :D knús frá ameríkanum :D !!

Sigrún útlendingur :D (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 04:29

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Já þetta gengur auðvitað ekki Ester! En annars takk fyrir hlý orð í minn garð:)

Ég er svo sammála þér með Magna. Það er ekki bara það að hann hafi fallega rödd það er líka svo mikið í hann spunnið. Hvað fannst um það sem hann sagði við spyrilinn og krafsaði og mjálmaði í áttina að henni hahahaha

Ég er stolt af honum og óska honum þess helst sem hann vill sjálfur. Verst að ég veit ekki alveg hvað það er ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 21.8.2006 kl. 11:39

4 identicon

Gott þú sefur mín kæra:) ég sef líka.. fæ fréttirnar eða horfi á endursýningu:) Nú verður stíft plan hjá mér í haust.. þarfnast ráða með heilsuna í mikilli streitu... ertu til í að leiðbeina mér:)

Díana (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 23:19

5 identicon

Gott þú sefur mín kæra:) ég sef líka.. fæ fréttirnar eða horfi á endursýningu:) Nú verður stíft plan hjá mér í haust.. þarfnast ráða með heilsuna í mikilli streitu... ertu til í að leiðbeina mér:)

Díana (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 23:19

6 identicon

Gott þú sefur mín kæra:) ég sef líka.. fæ fréttirnar eða horfi á endursýningu:) Nú verður stíft plan hjá mér í haust.. þarfnast ráða með heilsuna í mikilli streitu... ertu til í að leiðbeina mér:)

Díana (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 23:19

7 identicon

Gott þú sefur mín kæra:) ég sef líka.. fæ fréttirnar eða horfi á endursýningu:) Nú verður stíft plan hjá mér í haust.. þarfnast ráða með heilsuna í mikilli streitu... ertu til í að leiðbeina mér:)

Díana (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband