Heimahagarnir lokka

Mér finnst þetta magnað!  Ótrúlegt hvað  hesturinn lagði á sig vegna söknuðar til eiganda síns.  Reyndar er söknuðurinn bara tilgáta en hvað hefði annað átt að reka hestinn til þessa þrekvirkis?

Kannski hefur honum liðið illa í eynni.  Og munað góðu daganna í Mosfellsdal.    Maður hefur heyrt um beljur sem kasta sér til sunds til að losna við sláturhúsið.  Dýrin skilja miklu  meira heldur en við höldum.  Það hef ég alltaf vitað.  

 

hestur

 


mbl.is Hesturinn vanur að vera á eldhúsglugganum heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi svo mikil dúlla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2007 kl. 09:30

2 identicon

Það held ég líka ... dýrin skilja miklu meira. Og þess vegna finnst mér t.d. þessi "ljótasti hundur í heimi" keppni dálítið skringileg ...

en þessi hestur er hetja - söknuður getur drifið mann áfram svo mikið!

Knús og kveðjur að norðan!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 16:05

3 Smámynd: Birna M

Mér finnst ekkert ótrúlegt að dýrin hafi tilfinningar og framkvæmi samkvæmt þeim, það er miklu meira í blessuðum skepnunum en við höldum.

Birna M, 23.6.2007 kl. 21:23

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndislegt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2007 kl. 10:37

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið er hann fallegur hesturinn á myndinni. við vorum einmitt að tala um það í gær að dýrin skilji meir en maður heldur. Ég ætlaði að kvitta í gær en var rekin á stað út þegar ég var að lesa greinina þína. Kvitt og knús.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.6.2007 kl. 12:58

6 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Mér hlýnar um hjartarætur þegar ég les þetta! Auðvitað hafa dýrin vitund, hvað annað?

Eydís Hentze Pétursdóttir, 24.6.2007 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband