Þvílíkur dásemdardagur..

Bráðum get ég farið að lifa "eðlilegu" lífi aftur.   Ég trúi því varla að síðasta prófið sé á laugardaginn!   Þetta er búin að vera strembinn vetur en þegar ég lít til baka þá hefur hann verið fljótur að líða. 

StokkseyriÉg veit ekki hvernig mér kemur til með að ganga í prófinu nk. laugardag, þetta verður eflaust soldið erfitt próf.  Lífeðlisfræðileg þjálfræði ásamt fleiru svona góðgæti.  Aflfræð, prógrammagerð -styrktar og þolæfingar..plýómetrískar æfingar.. og fl. ..nammi namm.  

Eftir prófið ætla krakkarnir að halda upp á próflokin með því að fara í klifur.  Síðan verður farið í baðstofuna í Laugum og þar á eftir heim til einnar úr skólanum.  Það verður náð í mat frá Austur-Indíafélaginu og svo verður bara haft gaman og klukkan hálfeitt á að fara á NASA.

                                                              

                                                   En ég ætla að vera1371_humar félagsskítur því eftir prófið  á   laugardaginn þá er ég farin á Hvolsvöll að ná í LÚKASInLove Það verða mín verðlaun.  

Ætla að koma við á Stokkseyri og fara á "Við fjöruborðið" og fá mér humar.   Er það ekki stórkostleg hugmynd Grin

Verð að láta þetta fljóta með að  lokum.  Olli spurði mig í gær:  "Mamma, er til Skotland? -   Já elskan, það er til.  - En er til byssuland?  - Nei sagði ég og hló  - Það er ekki til. 

- Víst, sagði litli karlinn þá " það er til byssuland ef það er til Skotland!" og þar hafið þið það Tounge

 

Í Olli í Fjörunni á Stokkseyri

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Algjörlega rökrétt hjá Olla.  Krútt!  Mér finnast þín verðlaun mun eftirsóknarverðari en hin.  En ég er orðin svo undarleg með árunum. Smútsj.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2007 kl. 22:47

2 identicon

Mmm...humar !   Ohh æði að þið eruð loksins að fá Lúkas til ykkar !!  Það eru góð verðlaun fyrir síðasta prófið

Hahaha....góð spurning hjá Olla ! Sneddi gaur. Hver veit....kannski er til byssuland...kannski ætti að breyta nafninu á Ameríku  í Byssuland  híhí...

Knús

Melanie Rose (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 23:01

3 Smámynd: Ólafur fannberg

humar nammi namm

Ólafur fannberg, 17.5.2007 kl. 23:29

4 identicon

Gangi þér súper vel á laugardagin, alltaf gaman að lesa bloggið þitt.

Iris (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 10:21

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Olli frábær. Gangi þér vel í prófunum og gangi þér vel með Lúkas.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.5.2007 kl. 13:39

6 Smámynd: bara Maja...

Frábær hann Olli - auðvitað meikar þetta sens ! ekki spurning, skarpur strákur  

bara Maja..., 18.5.2007 kl. 14:08

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Börn eru frábær og við eigum að hlusta miklu meira á þau.  En mér lýst vel á humarsúpuna Ester mín.  Og til hamingju með prófin og Lúkas og allt saman.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2007 kl. 20:27

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Litli snúllinn veit hvað han syngur..gullkornasnáðiMæli hiklaust með fjöruborðinu..mamm.Nú ertu líklega búin í prófinu..til hamingju með það.

Trúi að það verði mikil gleði að fá Lúkas heim.

Knús á duglega stelpu.

Solla Guðjóns, 19.5.2007 kl. 13:26

9 identicon

Ég geri ráð fyrir að þú sért búin í prófum og óska þér þess vegna innilega til hamingju með það. Kærar kveðjur að norðan!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 14:45

10 identicon

Bíddu...á ekkert að fara að blogga um hann Lúkas !  Kom hann ekki heim núna um helgina...ég er svo forvitin  híhí...

Knús

Melanie Rose (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 19:21

11 Smámynd: Ester Júlía

Takk kærlega fyrir hamingjuóskirnar kæru bloggvinir!  Þórdís..Lúkas er nýji fjölskyldumeðlimurinn..meira um hann í nýjasta blogginu

Ester Júlía, 21.5.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband