Að "henda" barni!

Ég er agndofa!  Hvað verður til þess að foreldrar gera svona lagað?  Hvernig er hægt að losa sig við barnið sitt á þennan hátt?  Ég myndi ekki einu sinni gera kettinum mínum þetta. Margt er grimmt í heiminum.  Aumingja litli drengurinn.  Hann er bara þriggja ára :'(. 


mbl.is Þriggja ára drengur skilinn eftir í móttökukassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Slil ekki þetta.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.5.2007 kl. 15:56

2 identicon

Tek undir með þér og Jórunni ... ég hreinlega skil þetta ekki. Ég skil ekki hvernig hægt er að skilja barn eftir svona ... eða "henda því". En menningin er ólík og það segir sitt að sjúkrahús hafi sett sérstaklega upp svona "kassa" fyrir óvelkomin börn ... til að koma í veg fyrir að börn væru deydd eða skilin eftir í náttúrunni einhvers staðar. Er þjóðfélagið þarna virkilega orðið svona?

Ég elska að búa á Íslandi. En ég hef komið til Fukuoka í Japan og verið þar í 8 daga á ráðstefnu en ég kynntist japanskri menningu og kurteisi mjög mikið og þetta er yndislegasta fólk í heimi með þjónustulund og geð upp í topp ... ég elskaði að vera þarna. 

Þessi frétt er sjokk að lesa ... 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 16:47

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei sem betur fer skilur maður ekki það sem ég kýs að kalla frávik í mannlegu eðli.  Þetta hlýtur að hafa eitthvað með algjöran skort á kærleika að gera.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2007 kl. 17:09

4 identicon

Japanir tóku þetta eftir þjóðverjum en þeir hafa haft svona kassa uppi á mörgum sjúkrahúsum í nokkur ár, einnig eru svona kassar í frakklandi og bandaríkjunum.  Japanir tóku þetta upp eftir að nokrar ungar japanskar stúlkur í framhaldsskóla skildu eftir nýfædd börnin sín í almenningsgörðum, japanska skólakerfið er þannig að stúlkur sem eiganast börn fá ekki að vera í skólanum eftir að þær eignast börn.  Pillan var bara nýlega samþyggt af lyfjaeftirliti þeirra japana og læknar þar eru ennþá tregir til að leyfa kvenfóli að taka þær.

Jón Helgi Þorsteinsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 20:08

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Er virkilega þörf fyrir svona móttökukassa!Eru foreldrar virkilega að deyða börnin sín.Er neyðin virkilega svona grimm.Er heimurinn svona vondur að foreldrar neyðast til að deyða börn sín.

Ég sendi hljóða bæn og þakka fyrir hversu gott lífið er við mig og mína.Ég er sleginn......

Solla Guðjóns, 16.5.2007 kl. 20:30

6 Smámynd: halkatla

mörg lönd eru með svona móttökukassa og sumsstaðar eru þeir mjög mikið notaðir. Það er ekki skrítið, maður veit að stór hluti barna er algerlega óvelkominn og mörg eiga miklu betra líf í vændum ef þau lenda í móttökukassa heldur en kannski á götunni eða enn verri stað. En að skilja þriggja ára barn svona eftir er mjög harkalegt, og ekki er hægt að kalla það annað en að "henda" barni. 

halkatla, 16.5.2007 kl. 20:48

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er skelfilega sorglegt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2007 kl. 22:09

8 Smámynd: Ólafur fannberg

grimmur heimur

Ólafur fannberg, 16.5.2007 kl. 22:30

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hrikalegt alveg hreint!

Heiða Þórðar, 17.5.2007 kl. 01:00

10 Smámynd: bara Maja...

Sorglegt !!!

bara Maja..., 17.5.2007 kl. 13:42

11 Smámynd: Kolla

Þetta er afar sorglegt, að einhver geti hugsað sér að gera svona. Ég verð bara reið

Kolla, 17.5.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband