Heimsókn á Hvolsvöll, drukkinn ökumaður og töffarar í bíl.

18 stiga hiti og nánast logn!  Eitthvað annað en hvassviðrið í bænum!  Ókunnugt bæjarfélag, hiti og sól, eins og að vera í útlöndum Grin.  Ástæða þess að við skruppum austur var sú að við fórum að heimsækja Lúkas - hvolpinn okkar.  Fjórar vikur síðan við fórum síðast svo ekki seinna að vænna.   Alltaf gaman að koma til Magneu og sjá hundana hennar.  Þvílík fjör og læti. 

Fallegur Papillon tegundin er svo skemmtileg, þeir eru alltaf fjörugir og kátir, stoppa aldrei lengi við, leika sér á fullu. Vinalegir hundar og ekki til grimmd í þeim. Algjört rassgat Og hvolparnir voru þvílíkar dúllur!!!  Mér er farið að þykja svo vænt um Lúkas þótt hann sé ekki kominn til okkar ennþá.  Við eigum að fá hann í kringum 20 mai.  Ég get varla beðið.   Núna eru hvolparnir þvílíkir hnoðrar.. rúmlega sex vikna gamlir.  Ofsalega gaman hjá þeim að leika sér, forvitnir og kelnir  InLove

Lúkas sæti Lúkas er eini strákurinn úr gotinu, svo á hann tvær systur.  Hann er minnstur af þeim og dekkstur í andlitinu.  Ekki með blesu eins og þær, en hann er með "stjörnu" og hálfa hvíta snoppu.  Þessi verður karakter!  Já þetta var virkilega skemmtileg heimsókn!   kyss kyss

 

 

 

Kærulaust drukkið lið í bíl og drukkinn ökumaður á öðrum. 

Nýkomin yfir Selfossbrúnna sjáum við unga "töffara" á bíl , einn af þeim  stendur hálfur út um topplúguna með bjór í hendi ..og annar stendur í framsætinu með hálfan skrokkinn út um gluggann - með glas í hendi.   Ef mig misminnir ekki var að falla dómur í máli manns sem lögreglan á Selfossi einmitt kærði fyrir eitthvað svipað kæruleysi.  Það virðist ekki stoppa þessa menn að minnsta kosti.  

Þegar við vorum á koma að Rauðavatni þá urðum við þess var að ökumaður bíls fyrir aftan okkur keyrði með vægast sagt vafasömu ökulagi .  Þó að það væri stöðugur straumur af bílum á móti þá reyndi hann hvað eftir annað að komast fram úr okkur.  Keyrði eiginlega á miðri götunni.

  Svo að lokum tókst honum að komast fram úr og var búin að keyra í smá stund á undan okkur þegar hann allt í einu missir stjórn á bílnum og keyrir út af ..upp á kant og út á götuna aftur. Bíllinn riðaði allur til og hann keyrir upp á eyju og stoppar bílinn þar.   Þegar við keyrðum fram hjá honum  - lítur hann beint framan í mig og ég má hundur heita ( já hundur) ef hann var ekki í annarlegu ástandi! Sick Hvað er fólk að hugsa??? Æðislegt veður og fjandinn er laus! 

Hvernig væri að setja upp skilti eins og þetta, hér og þar um landið, ökumönnum til viðvörunar:

 

Drunk drivers

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Spurning hvað virkar. Vildi að það væri til eitthvað sem virkaði á alla!!!

Guðrún Þorleifs, 28.4.2007 kl. 21:15

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óþolandi að geta átt líf sitt og limi undir svona fólki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2007 kl. 21:21

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Margir þarna úti í umferðinni eru stórhættulegir ... en ég er orðin skotin í litla voffanum þínum. Mikið rosalega er hann sætur. Mér finnst líka gott að þið fáið hann ekki strax, það er víst slæmt að láta þá frá mömmunni of snemma. Kisurnar mínar sem ég hef átt í gegnum tíðina hafa komið til mín c.a. 3 mánaða og verið alveg frábærar, enginn söknuður, bara gleði yfir að koma til nýju "mömmu" ... eða þannig. 

Vertu dugleg að setja hvolpsmyndir á bloggið, plís!!! Kv. af Skaganum! 

Guðríður Haraldsdóttir, 28.4.2007 kl. 23:10

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Æ hvað Lúkas er sætur. Einu sinni keyrðum við Hvaæfjörðinn þegar við sáum bert fólk koma hlaupandi inn í bíl , alsbert . það fór aftur í og bílinn var alltaf á undan okkur Mér finnst framhaldið óprent hæft en við horfuðum upp á hvað fólkið var að gera á leiðinn heim og þetta var sko í gamla daga.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.4.2007 kl. 23:29

5 Smámynd: Gerða Kristjáns

Kvitterí kvítt, hvutti er ekkert smá mikið krútt

Gerða Kristjáns, 28.4.2007 kl. 23:40

6 Smámynd: Ester Júlía

Já þetta er óþolandi pakk sem keyrir ölvað eða hagar sér eins og bíllinn sé leikfang. Urrrr!

Takk Gurrý..mússímúss.. mér líður eins og þú sért að hrósa barninu mínu . Já það er ekki gott að láta dýrin frá mömmu sinni of snemma. Svo er það nú þannig líka að á milli 8 og 10 vikna eru dýrin að læra svo mikið frá mömmunum..fínt að fá hann húshreinan og nánast með smekk um hálsinn 10 vikna gamlann.

" þetta var nú grín, en alla vega læra þeir mjög mikið á þessum tíma af mæðrum sínum"

Úff Jórunn..það hefur ekki beint verið gaman að keyra á eftir þessum bíl. Sumt vill maður bara ekki verða vitni að!!

Ester Júlía, 28.4.2007 kl. 23:44

7 identicon

Krúdúllann hann Lúkas !

Melanie Rose (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 00:10

8 identicon

Hmmm....átti að vera KRÚSÍdúllan  

Hafðu það gott í dag skvísí pæ

Melanie Rose (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 12:56

9 Smámynd: Drilla

Til hamingju með litla krúttið. LOKSINS ertu komin með voffatetur :)

Þarf að fara að koma til þín aftur svo ég verði bikinífær í sumar!

Drilla, 29.4.2007 kl. 13:10

10 Smámynd: bara Maja...

Jiiii hvað hann Lúkas er sætur, ekki er ég hissa að þið séuð fallin fyrir honum  

Skelfileg lífsreynsla að keyra á eftir svona hálfvita, að vera að vitni að svona, hann er heppinn að hafa ekki drepið einhvern ef ekki sjálfann sig. Vona innilega hans vegna að Lögreglan hafi náð í skottið á honum !

bara Maja..., 29.4.2007 kl. 22:41

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Kvitt kvitt, kom einmitt í dag keyrandi úr hitanum að norðan

Heiða Þórðar, 30.4.2007 kl. 00:17

12 Smámynd: Ester Júlía

Híhí Melanie..ég áttaði mig á þessu . ÞÚ bikinífær Drilla?? .. ekki hefuru bætt á þig gellan þín .  Já Búkolla, ömurlegt að verða vitni að þessu.  Heiða - ÖFUND! Ertu annars ekki brún og sæt?

Ester Júlía, 30.4.2007 kl. 07:04

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta er helber heimska og ekkert annað þegar drukkið fólk sest undir stíri

En krúsílegur Lúkas

Solla Guðjóns, 30.4.2007 kl. 09:27

14 identicon

Lúkas er voða sætur, algjört krútt.  Ég er alveg sammála þér að ef að kettir og hundar eru ekki teknir of snemma frá mömmuni þá læra þeir margt af henni einsog t.d. hreinlæti.

kv. Heiðrún

Heiðrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband