Hvað þrífið þið baðherbergið oft?

 

Fjórir  tippalingar hér á bæ með ketttinum sem reyndar notar baðherbergið minnst.
Ekki veitir af að þrífa baðherbergið oft í viku, en ég er ekki að segja að það sé tippalingunum
að kenna.  Margir vilja meina ( aðalega konur) að karlmenn pissi oft útfyrir, sé voðalega erfitt að hitta ekki í skálina.

Ég er ALLTAF að flýta mér, þvæ reglulega á mér hárið, hár út um allt ( með sítt hár) og skipti iðulega um föt á baðherberginu en "hef ekki tíma til að ganga frá fötunum" og því Þarf að ganga frá fötum reglulega.

Og svo eru það snyrtivörurnar sem oftast rata ekki aftur upp í skáp eftir notkun og hárvörurnar sem eru á baðkarinu .. er með shampó og hárnæringasyndrome sem lýsir sér í MIKLUM kaupum á hárvörum og þessu þarf að ganga frá reglulega í skápa.

Ég hef ekki getað komið mér upp þeim vana að nota tissjú eða þvottapoka til að þvo mér um andlitið, ( þrífa af mér meikið ) og nota því handklæði til þess í stórum stíl. Mikil þrif á handklæðum á þessum bæ og oftar en ekki "gleymist" að setja þau strax í órhreina tauið.

Tippalingarnir eru duglegir að hitta í klósettskálina.

Var að lesa umræðu á ónefndum vef um baðherbergishreingerningar og þess vegna er bloggið mitt í dag um baðherbergishreingerningar.  Margar konur á  vefnum sem um ræðir voru hissa á því að sumar konur "og menn " þrífa baðherbergið 4-5 sinnum í viku.  Hvað finnst ykkur?

  Ps. HVAÐ ER AÐ BLOGGINU Í DAG ??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Fyrir utan tippalingana 4.þá hélt ég að þú værir að lýsa mínu baðherbergi.Og líg þar engu og við erum 2.pjöllur á móti einum típpó sem er sjaldan heima,Báðar með sítt hár snyrtidót og snirtipinnar,,,Ójá En ég er með þá áráttu að þrífa alltaf klóið sjálft á kvöldin og heimilisfólkinu er uppá lagt að strjúka yfir klóið ef sét á því eftir notkun

Solla Guðjóns, 18.4.2007 kl. 12:11

2 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 18.4.2007 kl. 12:13

3 Smámynd: Ester Júlía

Sniðug árátta Ollasak. 

Ég ætla að taka hana upp..svo lítið mál að gera þetta..

Ester Júlía, 18.4.2007 kl. 12:21

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er nú ekki sú aktívasta þegar kemur að þrifum en það sem mér þykir afskaplega þægilegt er að vera með WC blautþurrkur frá Cif eða Ajax eða einhverju slíku inn í skáp á baðherberginu og þá er svo fljótlegt að grípa til þeirra þegar manni ofbýður útgangurinn á blessuðu klósettinu.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.4.2007 kl. 18:19

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á nógu erfitt með klósettþrif vegna klígjugirni, og vill helst ekki lesa um þau. Það er búin að vera bilun í allan dag.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.4.2007 kl. 18:29

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Held að verið sé að breyta kommentakerfinu. Þegar óskráðir lesendur kommenta sést nú IP-talan þeirra. Svona breytingar ætti að gera á meðan bloggarar sofa ... sofa þeir kannski aldrei? 

Guðríður Haraldsdóttir, 18.4.2007 kl. 19:52

7 identicon

Ég reyni að þrífa það 1 í viku ef mér tekst það *hóst* Erum bara 3 dömur hér...engir tippalingar  Og það er svo lítið að það er varla hægt að hafa drasl þar. Þá er það ekki nema nokkur föt á gólfinu í hornin og mar er enga stund að taka það upp og láta í þvottakörfuna við HLIÐINÁ !!  Og svo bara hár útum allt eftir mig  

Melanie Rose (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 21:28

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gat ekki kvitað áðan, reyni nú. Þríf baðherbergið einu sinni í viku og svo efir þörfum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.4.2007 kl. 22:59

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Einu sinni í viku, eftir að ég henti karlinum út! Alltaf skínandi hreint

Heiða Þórðar, 19.4.2007 kl. 02:36

10 Smámynd: bara Maja...

Við erum þrjár á móti einum... og veistu hvað, það er hann sem þrífur baðherbergið, af því að hann er bestur í því !!!  og baðherbergið er alltaf spikk and span

bara Maja..., 19.4.2007 kl. 11:25

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Gleðilegt sumar dúlla.

Solla Guðjóns, 19.4.2007 kl. 15:29

12 Smámynd: Kolla

Híhí. Málingardótið mitt er út um alt og fötin mín á gólfinu. Karlinn er svo lítið heima að ég bara tek varla eftir dótinu hans þarna inni :). En hann hittir allavegana altaf í klósettið.

Gleðilegt sumar :9) 

Kolla, 19.4.2007 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband