Þegar fólk stjórnar líðan minni

Mér hefur alltaf þótt gaman að skrifa. Jafnvel svo gaman að ég hef stundum haldið mig hafa hæfileika til þess.   En ég hef alltaf efast, og síðast í kvöld þegar ég las stórkostleg skrif vinar míns, sem bloggar á þessum vef.   Þetta er vinur sem er mér kær, jafnvel þótt við séum ekki lengur í neinu sambandi hvort við annað.  En hann skrifar hreint stórkostlega. Hrein unun að lesa það sem hann skrifar.  Og nú fer ég að verða væmin, svo ég ætla að fara yfir í annað. 

Ég tek allt of mikið inn á mig annað fólk.  Eða þs. það sem annað fólk segir eða gerir.  Mér hefur til dæmis ekki liðið of vel í dag og ástæðan er einmitt sú að vissar manneskjur stuða mig og "láta" mér líða illa.  Samt veit ég vel að það er nákvæmlega undir sjálfri mér komið hvort ég leyfi þessum manneskjum að stjórna mínum tilfinningum.  Þetta þarf ég að skoða vel og vandlega ef ég ætla mér ekki að  láta orð eða gerðir annarra stjórna lífi mínu.   Ég veit hvað ég þarf að gera til að mér líði betur og það ætla ég mér að gera.  Ég sný þessu við , mér í hag, og ég veit hvernig ég ætla að fara að því. 

Annars er alltaf gott að skrifa  um það sem býr manni í brjósti, það gefur góða líðan.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún

já ég er alveg sammála um að það hjálpar að tjá sig um hvernig manni líður - ég er sko tjáningarmaskína hehe - þarf að tjá mig um allt .. og ég meina mér líður æðislega að þurfa ekki að byrgja neitt inni :D !! þess vegna kann ég líka ekki að ljúga og svona hehe!!

en skil þig vel að þótt maður ráði nákvæmlega hvernig manni líður og að enginn annar stjórnar skapinu í manni - þá er til fólk sem nær að rífa mann niður - oft með neikvæðni og leiðindum !! og þótt maður reyni að stjórna því þá tekst það ekki alltaf!

en það er gott að vita af veikleikum sínum - því þá er auðveldara að takast á við þá ;) !!

þú ert æði - alltaf gaman að lesa bloggin þín :D !!!

og endilega ef þig langar að deila með mér einhverjum einkaþjálfararáðum - þá er ég alltaf tilbúin að hlusta heheh :D !! knús knús!!

Sigrún, 8.6.2006 kl. 03:05

2 Smámynd: Sigrún

vá þetta varð langt komment..... en það er bara betra - ég þarf alltaf að TJÁ mig svo mikið hehe !!

Sigrún, 8.6.2006 kl. 03:05

3 Smámynd: Ester Júlía

Æ takk innilega fyrir hlýlegar athugasemdir :). Ég er sko alveg til í að deila ráðum, nú er ég að fara að skrifa fitness-dagbók sem mun birtast hér, reyndar verður hún ekkert sérlega ítarleg en endilega fylgstu með.

kær kveðja Ester

Ps. gott að heyra að það eru aðrir svona eins og ég, þurfa að tjá sig um allt og kunna ekki að ljúga :)

Ester Júlía, 8.6.2006 kl. 16:29

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mér er eins farið ég þarf að tjá mig og hef alltaf verið af því. Ég tek líka annað fólk allt of mikið inn á mig og þarf að laga það. Veit ekki hvort ég læri nokkuð en reyni. Kanské erum við bara of tilfinniganæmar. Bestu kveðjur Jórunn

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.6.2006 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband