Fékk far með Egó eftir ball ..

Bubbi flottastur

Ég hef alltaf verið leyndur aðdáandi Bubba.  Það verður að viðurkennast. Ég var nefnilega  að horfa á tónleikana og ég hreifst brjálæðislega með, fékk flashback þegar að Egó var að spila, fór í huganum á sveitaböllin á Hvoli og fleiri stöðum. Ég fékk einu sinni far með Egó eftir ball á Hvoli.  Það var mikil ævintýraferð, svo ekki sé meira sagt.  Þetta var á þeirra "dóptíma" og mér leið eins og Lísu í Undralandi á leiðinni.  En mér varð ekki meint af , komst heil á húfi heim :). Ég var bara sextán ára þarna.  

Mér þótti alltaf svo vænt um Þorleif bassaleikara.  Gaman að sjá hann þarna í kvöld.  Og gaman að sjá öll þessi "gömlu " brýni samankomin - Mike og Danna Pollock, Magga trommara ( hann er æði) og fl. 

 Já böllin með Egó voru ein kraftmestu böllin sem voru á þessum tíma.  Bubbi er ótrúlegur!  Hló mig máttlausa þegar að Jón Gnarr sagði " Og aldrei hefði mér dottið í hug að Bubbi myndi halda upp á fimmtugsafmæli sitt"  ..hehe. 

 Sé mest eftir að hafa ekki keypt miða  á tónleikana, það hefði verið toppurinn að vera þarna í kvöld  

INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ STÓRAFMÆLIÐ BUBBI - ÞÚ ERT FLOTTASTUR!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: percy B. Stefánsson

Sæl Ester. Já ég man þessa sögu þína! Sagðir mér hana fyrir allmörgum árum síðan. Haf minningana er djúpt:) Njóttu lífsins og vertu þú sjálf áfram. kveðja Percy

percy B. Stefánsson, 8.6.2006 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband