Hvað komast margir í lítinn Landrover jeppa?

Nú ætla ég að segja ykkur stutta sögu.  Ég var eitt sinn á hestamannamóti á Vindheimamelum.   Þurfti að komast til Akureyrar en eins og góðra hestamanna er siður,  er ekki vaninn ( eða æskilegt) að vera akandi þá daga sem hestamannamótið stóð yfir.  Ég ákvað því að húkka bíl og kippti einni  vinkonu minni með mér svo ég liti betur út með puttann upp í loftið á þjóðveginum.  Tounge

 Við þurftum ekki lengi að bíða þar til stoppaði hjá okkur lítill Landrover jeppi, TROÐFULLUR af útlendingum.  Fólkið hafði bókstaflega troðið sér ofan á hvort annað, á gólfið , ja allsstaðar þar sem var laust pláss!  Great.."get in" sagði bílstjórinn með hausinn út um bílrúðuna,     ehee.. Við sögðumst halda að það væri ekki pláss fyrir okkur!!  Yes yes ...it's plenty of room..  svo sagði fólkið að þau væri að kanna  hvað væri hægt að troða mörgum inn í Landrover og vildu endilega að við tækjum þátt í tilrauninni . SickHúkka far

  Við litum á hvor aðra ..ég og vinkona mín, með glott á vör  og tróðum okkur svo inn í þessa sardínudós.  Ég lýg ekki þegar ég segist varla hafa náð andanum.  Ég var með hökuna ofan í bringu í einum hnút , sat ofan á lærinu á fransmanni og  var með brjóstin á bústinni konu  á höfðinu. ( Hún var með stór brjóst) Vinkona mín hvarf undir stóran frakka ( Fransmann) samt var hún nú ekki talinn neitt lítil kona.  Þegar við vorum komin upp á Öxnadalsheiði og ég var alveg komin að því að biðja um miskunn og hætta tilrauninni - HRUNDI bíllinn í orðsins fyllstu! Hann bara pompaði niður, hjólin á hliðina.. hláturskast og allir út að skoða!

  Og þarna stóðum við , ég, vinkona mín og 14 útlendingar frá Frakklandi í einum hnapp og störðum á bílinn ( eða flakið).  Fólkið sló sér á lær og virtist ekki hafa miklar áhyggjur af þessu.  Stærði sig af því að hafa komið 16 manns inn í þennan litla jeppa.  ( ég skil það ekki í dag) Ég hef ekki nokkra hugmynd um hvernig fólkið kom sér til byggða en við ég og vinkonan kvöddum fólkið , og héldum okkar leið í átt til Akureyrar.  Gengum fram á dauða kind, tókum niður markið á henni .. ...en það er önnur sagaGrin

Druslalandroverakureyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

landroverinn leynir á sér

Ólafur fannberg, 19.3.2007 kl. 13:59

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hahahhahi og svo kemur vonandi önnur saga um hvernig þið komust heim og þetta með dauðu kindina. Skemmtilegt Ester mín. Myndir þú fara upp í þennan bíl í dag?

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.3.2007 kl. 18:46

3 Smámynd: Gerða Kristjáns

Hahahaha takk fyrir hláturskastið, sé þetta svoooo fyrir mér

Gerða Kristjáns, 19.3.2007 kl. 21:27

4 Smámynd: Solla Guðjóns

lol.Skemmtilegt vá kræstFrakkar eru ekki bara ferlega rómó,þeir eru stórskrítirEn mér finnst það ja svoldið bíræfið að gera þetta sko fara í þennan bíl yfirfullan af útlendingum.En forvitnin og ævintýraþráin var nú oft skinsemini sterkari í þá gömlu góðu og bara gaman að hafa upplifað þetta og leggja inn í reynslubankan

Solla Guðjóns, 20.3.2007 kl. 02:25

5 identicon

Fyndið ! Hef sjálfur tekið þátt í svona tillraun og komið 7 mans fyrir í Austin Mini og verið stoppaður af lögguni  Ekki víst að maður myndi frammkvæma svona í dag eða hvað ....

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 06:22

6 Smámynd: bara Maja...

Tíhíhí góð saga

bara Maja..., 20.3.2007 kl. 10:55

7 Smámynd: Ester Júlía

Jórunn, sagan um kindina var svo sem ekki merkileg, það hafði verið keyrt á hana greyið svo við tókum niður markið og hringdum eitthvert ..væntanlega lögreglustöðina á Akureyri.  Veit að bóndinn var mjög þakklátur.  Ollasak, frakkar ERU stórskrýtnir, alla vega voru þessir það, þeir voru svo barnalegir og sakleysislegir að við hugsuðum okkur ekki tvisvar um og hentumst inn í bilinn   Takk fyrir kommentin

Ester Júlía, 20.3.2007 kl. 14:02

8 identicon

einu sinni fórum við 7 inní 2 dyra gamlan ww polo.. sem er varla í frásögufærandi nema að við vorum s.s. 3 stelpur og 4 KRAFTAKALLAR allir yfir 100 kg!!! hehe.. ok bíllinn hrundi ekki en sennilega átti hann nú ekki mikið eftir bwahahha!!

Svava (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband