Þegar fólk fer í frí - hvað verður þá um köttinn?

Ég vann eitt árið á dýraspítalanum í Víðidal yfir sumartímann. Þar sem ég hef mjög gaman af að umgangast dýr fékk ég með því útrás fyrir þörf mína til þess. kjass..  Ég svaraði í símann,  tók á móti dýrum og eigendum þeirra, aðstoðaði dýralækninn, ryksugaði og skúraði gólfið, framkallaði myndir ( röntgen) og eitt af mínum störfum var í því fólgið að þrífa hunda og kattabúr dýranna  sem voru "á hótelinu".   Á þessum tíma var nefnilega boðið upp á "gistingu" fyrir dýrin.  

Þegar ég réð mig til starfa  óaði mig ekki fyrir hvað  stór hluti af starfi dýralæknisins var að svæfa heilbrigð dýr.  Margoft var komið með hunda til svæfingar en miklu oftar með ketti.  Fólk sem var að fara í sumarfrí til útlanda sem vissi ekkert hvað það átti að gera við dýrin annað en að bara láta svæfa þau.  " Alltaf hægt að fá sér annan þegar að komið væri heim viðhorfið " Ég átti hryllilega erfitt með horfa upp á þetta.  Margoft varð ég að stilla skapið , hemja mig og  telja upp á tíu þegar að fólk var að koma með heilbrigð dýrin til svæfingar. Blákalt!  Stundum þegar ég kom til vinnu á morgnanna var dauður köttur í búri , köttur sem hafði verið svæfður eftir að ég var farin úr vinnu á kvöldin.  Þá hefði ég átt að setja köttinn í poka en ég gat það aldrei.  Gat ekki snert á dauða stirðnaða dýrinu.

Auðvitað voru líka aðrar ástæður fyrir því að fólk kom með dýr til svæfingar.  Hágrátandi fólk sem var td. að láta svæfa gamla veika hundinn sinn, vininn sinn.   Eða gamla köttinn sinn sem það var búið að eiga í fjórtán ár.  Ég grét innan í mér með þessu fólki.  Fann svo til með því.  

Ég vildi bjarga sem flestum dýrum sem komið var með til svæfingar, en varð að stoppa mig af þegar ég var komin með einn hund og tvo ketti , inn í litlu 40 fm. risíbúðina mína.  Ég átti auk þess mann og var ólétt.  Íbúðin rúmaði því miður ekki meira.  

Tvíburar? Starfið hjá dýraspítalanum hentaði mér ekki til frambúðar það fann ég fljótt.  Það tók of mikið á mínar viðkvæmu taugar að sjá öll þessi dýr aflífuð.   Dýralæknirinn var bara að gera vinnuna sína, það skildi ég, hvað ef að hann væri ekki til staðar, hvað yrði um dýrin þá ?  Hent í plastpoka í sjóinn eða út um bílglugga á meðan bíllinn væri á ferð?  Veit ég um fjölmörg þannig dæmi og ekki vill ég að þeim fjölgi.  

Fólk á ekki að fá sér dýr nema það sé af heilum hug og það geti hugsað sér að eiga dýrið alla þá ævidaga sem dýrinu er ætlað.  Það eru mörg ár síðan ég vann á Dýraspítalanum og veit ég ekki hvort sé lógað jafnmikið af heilbrigðum dýrum nú og var gert í þá daga, ég vona svo sannarlega að það hafi minnkað. 

Þó las ég þá frétt um daginn, að algengt væri að lóga dýrum áður en farið væri til útlanda ..og það veit ég að utanlandsferðum hefur fjölgað til muna á þessum árum síðan ég vann á Dýraspítalanum.

Í einlægni - verum góð við dýrin. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er ömurlegt að þurfa að viðurkenna að svonalagað vigengst í siðmenntuðu þjóðfélagi.

Sigfús Sigurþórsson., 17.3.2007 kl. 01:14

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þú ett góðhjötuð og viðkvæm. Þetta starf hefur ekki hentað þér. Ég er sammála fólk á ekki að fá sér dýr ef það ætlar ekki að hugsa um þau einsog börnin sín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.3.2007 kl. 01:14

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Já þetta er hræðilegt og fólk þarf að athuga vel sinn hug áður en það fær sér gæludýrKnús á þig.

Solla Guðjóns, 17.3.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband