Æ hvað Unnur Birna datt illa!

Sátum í sófanum fjölskyldan að horfa á fegurðarsamkeppnina.  Allt í einu rennur alheimsfegurðardrottningin  á gólfinu og datt ekkert smá illa (virtist vera)   - alveg kylliflöt og kórónan féll!  Maðurinn minn hljóp inn í herbergi, upp í rúm og hvarf undir sæng hlægjandi og unglingurinn hrundi í gólfið í hláturskasti.  - Usssssss - sagði ég , hún datt og meiddi sig, hvurslags eiginlega er þetta að hlægja svona að óförum annara. 

En þetta eru víst alveg eðlileg viðbrögð, að sjá aðra detta kemur fólki til að hlægja , það kemur ekkert manngerðinni við. 

  En æ hvað ég vorkenndi aumingja stelpunni, þetta var auðvitað hrikalegt.  Hún gæti alveg  sótt skemmtistaðinn  til saka fyrir þetta.  Við vitum að það yrði pottþétt gert í Ameríku!  En hvað var eiginlega á þessum gólfbletti sem fékk fólk til að hrasa eða detta kylliflatt?  

Ég vona svo bara innilega að Unnur Birna hafi ekki meitt sig, alla vega bar hún sig vel þegar hún krýndi nýju drottninguna.  Og nú er komin ný Ungfrú Ísland.

Til hamingju Sif!   

 Viðbót:    Hjúkk, UB er búin að blogga og hún er óbrotin.  Eins og hún segir sjálf þá er "fall fararheill" og ég er viss um að það á við í hennar tilviki.  Frábær stelpa hún Unnur Birna sem lætur þetta fall ekki á sig fá, enda verða allir búnir að gleyma því á morgun.

Og innilega til hamingju með afmælið Unnur Birna :)) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband