Þá er það vetrarríkið Danmörk

Iceland airSkaðræðisveður, snjóstormur og skítakuldi bíða mín á morgun þar sem ég er að fara til Danmerkur.   Hehe..efast nú um að veðrið sé eins slæmt og Danirnir vilja meina, skilst af einum sem var að koma þaðan að þetta sé nú eiginlega bara slydda Tounge.  Sá missti af vélinni til íslands í síðustu viku þar sem bílstjórinn (dani) keyrði svo hægt , þorði ekki að keyra hraðar en 30. í slyddunni.  Þorði ekki að taka ferjuna því það var meira en 10 m. á sekúndu.  Grin  Við erum nú harðari af okkur en þetta íslendingar Wink.

Ég er að fara til Odense (Óðinsvé) , þarf að taka lestina beint af Kastrup, lestin er 1. klst og 50 mín. á leiðinni.  Er að fara á fund með "Shokkerum" ,  þs.  þær stöðvar í danmörku sem eru  með Shokk stöð fyrir börn senda aðila frá sinni stöð á fundinn.  Ég er sú eina sem kem annarsstaðar frá. Rætt verður um hvernir stöðvarnar ganga og borið saman bækur, nýjar hugmyndir bornar fram ofl.    Eins gott að leggja eyrun vel við því fundurinn sem stendur í nokkra tíma er á dönsku Woundering.  Ég les dönskuna vel og ég get skrifað á dönsku en að skilja hana er soldið annað mál.  Það fer reyndar eftir þeim sem talar, hvort hann talar hratt ( sem þeir gera flestir) og hvaða mállýsku viðkomandi talar.  

tog

Síðan fer ég  yfir til Horsens til að skoða þar Shokk-stöð hjá Equinox sem er stöð í eigu WorldClass.  ( Equinox stöðvarnar eru 14 víðsvegar um Danmörk).  Og þar mun ég einnig sitja námskeið.  Kem heim aftur á miðvikudagskvöld.  Sem sagt nóg að gera, dagarnir fullskipaðir.  Hlakka til en er einnig kvíðin, hrædd um að missa af lestinni, fluginu á leiðinni heim ofl.  Það fer allt í kerfi í Danmörku ef það snjóar smá, lestarkerfið meðal annars.  Bið að heilsa í bili, ætla að reyna að komast í tölvu í danaríki, svo ég geti skrifað eins og eina færslu.Smile 

Kær kveðja  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ohhh ég vildi að ég væri að fara með þér, á vin þarna í Horsens

Gerða Kristjáns, 25.2.2007 kl. 10:47

2 identicon

Góða ferð. Vonandi missiru ekki af neinu hehe.. 

Melanie Rose (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 12:16

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Góða ferð.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.2.2007 kl. 13:42

4 Smámynd: Gunna-Polly

God resa

Gunna-Polly, 25.2.2007 kl. 14:25

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Strætó Rvík-Akranes gengur ekki ef það eru 34 m/sek á Kjalarnesi og í hálku lækkar það í 32 m/sek. Við erum hetjur!!!

Góða ferð og góða skemmtun!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 25.2.2007 kl. 14:53

6 Smámynd: Ólafur fannberg

góða ferð gamla

Ólafur fannberg, 25.2.2007 kl. 22:02

7 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Góða ferð og njóttu þín bara vel í Danaveldi, ekkert að óttast neinar stórhamfarir vegna snjókomu í DK

Knús

Sigrún Friðriksdóttir, 25.2.2007 kl. 23:31

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Snjórinn og útlömdin eru stór skrítin blandaGóða ferð

Solla Guðjóns, 26.2.2007 kl. 09:32

9 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Hafðu það gott í Köben og góða ferð heim

Björg K. Sigurðardóttir, 26.2.2007 kl. 22:33

10 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Úps, Köben hvað, ætlaði að skrifa Danmörk en ekki Köben...

Björg K. Sigurðardóttir, 26.2.2007 kl. 22:35

11 Smámynd: Birna M

Kvitt

Birna M, 26.2.2007 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband