Afi var í afmælinu sínu þótt látinn sé.

Móðurafi minn hann Þorsteinn Lárus Pétursson, 1. vélstjóri með meiru,  dó í nóvember sl. eftir að hafa látið í minni pokann fyrir krabbameini.  En sá háði stríðið!!   Afi ætlaði sér að hafa betur, enda var ótrúlegt hvað hann barðist lengi við óvininn. Það voru allir svo hissa á því hvað hann hélt út lengi og á tímabili var fjölskyldan jafnvel farin að hugsa um hvort að það gæti verið að hann hefði það af og myndi jafnvel komast úr spítalarúminu og heim.  Og á þessu sMamma og amma í duftgarðinum 15. febr. 07tigi var krabbinn komin í beinin út um allt.   Við sáum afa fyrir okkur í bílnum sínum sem hann hafði keypt fyrir rúmu ári síðan og var svo ánægður með.  Sáum hann fyrir okkur keyrandi um borg og bý eins og honum fannst svo skemmtilegt, droppa í heimsókn til ættmenna hress að vanda og kjaftandi á honum hver tuska.  En því var ekki að heilsa.   Að lokum sigraði krabbinn og þá var afi orðinn mjög þreyttur.    Þegar afi var orðinn mjög veikur þá náði Júlli frændi í hann á eldgömlum antíkbíl sem hann á og fór með afa í bíltúr.  Mikið þótti afa það gaman enda mikill bílaáhugamaður.  Það voru teknar myndir við það tækifæri og ætla ég að skanna þær myndir inn og festa við bloggið.  

Ein síðasta minning mín um afa var þegar við mamma og Kalli bróðir kíktum í heimsókn til afa og ömmu, í október sl.   Kalli bróðir var að flytja til Sikiley í nokkra mánuði og kom til að kveðja afa og ömmu.  Kalli er tónlistarmaður og afi var mikill músíkmaður, elskaði tónlist.   Kalli fór að spjalla við afa um tónlist og að lokum gat afi ekki á sér setið og greip nikkuna og spilaði lagstúf, eins veikur og hann var á þessu stigi.  Kalli settist svo við píanóið og spilaði eitt fallegasta jólalag allra tíma " Ó helga nótt".  Þetta var eitt af uppáhaldslögum afa.   Afi söng með og ég sá að hann þurrkaði tár úr augunum , þarna átti ég erfitt með mig og margar hugsanir flugu um huga mér. En þetta er falleg minning.  Um mánuði síðar var afi allur.   

Í gær þann 15. Febrúar hefði hann orðið 82 ára gamall.  Að sjálfsögðu var haldin afmælisveisla honum til heiðurs heima hjá foreldrum mínum.  Ég kom seint því ég var á kvöldvakt , en náði þó í endann af partýinu. 

Ester og Tinna
Það er alltaf gaman þegar að fjölskyldan hittist og afi skemmti sér alltaf manna best.  Þá var nikkan tekin og spilað af fingrum fram gömul sjómannalög og dægurlög.  Sungið og jafnvel stiginn dans.  Afa er sárt saknað enda var hann lífsglaður maður með eindæmum og manna hressastur. 
Krakkarnir
Gleymi aldrei hlátrinum hans sem var svo smitandi.  Hann hefði skemmt sér vel í þessu afmæli LoL og ég trúi því að hann hafi sko ekki látið sig vanta í afmælið sitt!!! 
Veisla
 
Mamma Mamma hjá leiði
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
OlliAmma ásamt fleirum
 

 

 

 

 

 

 

En vitið þið! Ég á ekki eina einustu mynd af afa!!  Ég á rosalega mikið af myndum úr barnaafmælum, fermingum, brúðkaupi, frá jólum langt aftur, ofl. ofl.  Myndir af öllum úr fjölskyldunni NEMA AFA því hann tók allar myndirnar!  Hvernig var hægt að klikka á þessu!    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef líka trú á því að hann hafi verið með...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.2.2007 kl. 23:08

2 Smámynd: Ester Júlía

Þakka yfir fyrir Þrymur og Gunnar.  Já Gunnar ég held það sé ekki spurning, auðvitað lét kallinn sig ekki vanta

Ester Júlía, 16.2.2007 kl. 23:33

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég veit að hann var þar með nikkuna sína. Ester mín ég veit að þú saknað hans. Mínar bestu samúðarkveðjur. Mamma þín og amma eru fallegar konur. Olli svo stór og langur. 

Nú segi eg blessuð sé minnig af þíns steina nikku. Guð blessi ykkur öll.   

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.2.2007 kl. 23:41

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

PS. Fyrirgefðu villurnar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.2.2007 kl. 23:42

5 Smámynd: Ester Júlía

Takk innilega Jórunn fyrir falleg orð og samúðarkveðjur.  Olli hefur stækkað já , er að verða fimm ára í apríl.                  Hvaða villur ???

Ester Júlía, 16.2.2007 kl. 23:48

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Yndislegur. Þór varð fimm ára í ágúst.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.2.2007 kl. 00:01

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Frábært hjá ykkur að halda upp á afmælið hans! Og hann var örugglega hjá ykkur

Guðríður Haraldsdóttir, 17.2.2007 kl. 00:13

8 identicon

Fallegt hjá þér um afa þinn og ég skil að þú skulir sakna hanns ! Ég átti líka frábæran afa sem að er saknað mikið.

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 07:12

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta var fallegt af ykkur og þeim sem langaði að syngja hafa örugglega heyrt í nikkunni hans afa þíns.Mamma,við systkynin og systkyni pabba míns höfum komið  saman við leiðið hnas  þessa 4.afmælisdaga hans síðan hann lést,svo förum við heim til mömmu öll með sitt lítið af hverju til kaffidrykkju.

Guð blessi minningu afa þíns.

Solla Guðjóns, 17.2.2007 kl. 12:09

10 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Þetta var fallegt að lesa, mynninginn um gott fólk deyr ekki með því sem betur fer !!  Ég er líka lveg viss um að afi þinn var í veislunni og söng manna mest !!! Uppáhaldsjólalagið mitt er "Ó helga nótt" af því að það minnir mig alltaf á hana ömmu mína sem ég sakna enþá. En hún dó fyrir mörgum árum. En ég spjalla við hana eftir þörfum Og hugsa mikið til hennar. Myndirnar eru líka fínar hjá þér.

Knús og klem

Sigrún Friðriksdóttir, 17.2.2007 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband